Burrito í ofni

Dugir fyrir 4-6 manns

450 gr fitulítið nautahakk
1/2 bolli laukur, smátt skorinn
2 hvítlauksgeirar, smátt skornir
1/2 tsk oregano krydd
2 tsk kúmen krydd
1/2 tsk salt
1/2 tsk nýmulinn svartur pipar
110 gr grænn chili, smátt skorinn
450 gr baunamauk (refried beans)
280 gr enchilada sósa (eða salsa sósa)
6 stk meðalstórar tortillur (8-10 tommur)
2 bollar rifinn ostur
Sýrður rjómi
Vorlaukur

– – – – – – – – – –

– Hitið ofninn í 180 gráður.

– Brúnið hakkið, laukinn og hvítlaukinn við meðalhita þar til hakkið er orðið þokkalega steikt.

– Bætið við oregano, kúmen, salti, pipar og chili og eldið í um 6 mínútur í viðbót. Hrærið vel og blandið öllu saman.

– Bætið við baunamaukinu og 1/2 bolla af enchilada (eða salsa) sósunni. Látið malla í 5 mínútur í viðbót.

– Setjið hakkið í rönd í miðja tortilluna. Stráið osti yfir og rúllið tortillunni upp. Endurtakið þar til hakkið klárast.

– Raðið tortillunum í eldfast mót og hellið restinni af enchilada (eða salsa) sósunni yfir og stráið osti þar yfir.

– Hitið í ofni í 10-15 mínútur eða þar til osturinn bráðnar.

– Gott er að setja sýrðan rjóma og vorlauk ofaná þegar þetta er komið úr ofninum.


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd