Butternut graskerssúpa með kókosmjólk

Uppskrift frá ragna.is

Fyrir 4 sem aðalréttur

2 msk olía
1 laukur
2 gulrætur
1 butternut grasker
1 tsk kanill
1 tsk engifer (malaður)
1 tsk kóríander krydd
1 msk púðursykur
1 líter kjúklingasoð eða 1 líter vatn og 1 teningur af kjúklingakjötkraft
salt og pipar
1 dós kókosmjólk

—————————————————————-

-Undirbúið graskerið eins og youtube videoið kennir ykkur 🙂 Skerið það svo í teninga, tjah, svoldið stærri en venjulega teninga 🙂 Skerið gulrótina í þykkar sneiðar

-Steikið laukinn létt í olíunni. Bætið kryddunum útí og látið þau aðeins brúnast og ilma

-Bætið púðursykrinum útí.

-Látið graskerið og gulrótina útí, blandið vel saman við kryddið og laukinn og hellið svo soðinu / kjötkraftinum

-Sjóðið í 15-30 mín. Athugið hvort að graskerið og gulræturnar séu ekki örugglega vel mauksoðin áður en þið setjið þetta í blender og búið til súpuna. Ennþá þægilegra að mauka með töfrasprota.

-Sjóðið upp á mixaðri blöndunni og bætið kókosmjólkinni útí, saltið og piprið.

-Skreytið með ferskum kóríander ef þið eigið og endilega bjóðið upp á brauð með 🙂 Gróft, fínt, heitt, nýtt… þið ráðið 🙂


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd