Ég vil giftast þér smákökur

Uppskrift frá The Café sucre farine

225 gr smjör
1 1/4 bollar ljós púðursykur
1/2 bolli sykur
1 egg
1 eggjarauða
1 tsk vanilludropar
2 bollar hveiti
1 bolli óeldaðir hafrar
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1/4 tsk kanill
1 bolli hvítir súkkulaðidropar
1 bolli dökkir súkkulaðidropar
1 bolli pekanhnetur, gróflegar skornar

—————————-

Bræðið smjörið við meðalhita. Takið af hellunni og bætið við sykrinum og hrærið þar til hann er bráðnaður.
Kælið í 10 mínútur í ísskáp.

Eftir kælingu, hrærið samanvið egginu, eggjarauðunni og vanilludropunum.

Bætið við hveiti, höfrum, matarsóda, salti, kanil og blandið vel saman.

Bætið við súkkulaðidropunum og pekanhnetunum.

Búið til kúlur með höndunum og dreifið þeim á bökunarplötu með smá bili á milli því þær munu dreifa úr sér í ofninum. Ef þið viljið má t.d. skreyta með því að setja heila pekanhnetu í hverja köku.

Kælið plötuna í ísskáp í 30 mínútur.

Hitið ofninn í 165°C (325°F) og bakið í 14-18 mínútur eða þar til kökurnar eru orðnar ljósgylltar.


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd