Fljótlegar heilhveiti brauðbollur

Fljótlegar og góðar bollur. Ég fékk útúr þessu 17 meðalstórar bollur.

300 ml volgt vatn
1/3 bolli olía
1/4 bolli hunang
2 msk ger
1 tsk salt
1 egg, hrært
3 1/2 – 4 bollar heilhveiti

———————-

Setjið vatn, ger, olíu og hunang í skál og látið bíða í 15 mínútur.

Bætið salti, eggi og heilhveiti samanvið og blandið vel. Hér er þægilegt að eiga hrærivél með hnoðara til að flýta fyrir.

Mótið litlar bollur og raðið á bökunarplötu. Bakið við 210°C (410°F) í 10-12 mínútur í miðjum ofni, eða þar til þær verða ljósbrúnar.

Upplagt að bera fram með súpu, með smjöri eða pesto t.d.


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd