Frosnir bananabitar með súkkulaði og sjávarsalti
Hollari sætindi Önnur sætindi

Frosnir bananabitar með súkkulaði og salti

Frosnir bananabitar með súkkulaði og sjávarsalti

3 þroskaðir bananar
1 bolli dökkir súkkulaðidropar
2 msk kókosolía
gróft sjávarsalt
kokteilpinnar eða tannstönglar

————————-

Skerið bananana í nokkra bita. Stingið kokteilpinna eða tannstöngli í hvern bita og frysti í amk 2 klst.

Bræðið súkkulaði og kókosolíu á lágum hita í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Dýfið bananapinnunum í súkkulaðið og stráið nokkrum kornum af grófu sjávarsalti yfir toppinn. Það er líka hægt að nota kókosmjöl eða smátt skornar hnetur.

Borðið strax eða frystið aftur.