Gourmet langloka með Subway sósu

Stundum í miðri viku nennir maður ekki að eyða miklum tíma í að elda á kvöldin. Það getur verið sniðugt að gera svona langloku en hún mun örugglega bragðast betur en Subway og vera töluvert ódýrari.

Ég stillti ofninn á 225°C (425°F) og setti skinku, salami og rifinn ost yfir og hafði þetta í ofninum í 5 mínútur, rétt til að rista brauðið aðeins og bræða ostinn. Svo þegar þetta var komið úr ofninum bætti ég við káli, lauk, sveppum og lykilatriðiinu: subway sósunni.

Þessi sósa á að vera eftirherma af sósunni sem fæst á Subway sem heitir Southwest Chipotle. Ég átti reyndar ekki ferskt kóreander eða chipotle eins og segir í uppskriftinni, en það kom ekki að sök. Ég setti í staðinn smá kóreander krydd, chili krydd og nokkra dropa af hot sauce.

Þetta er upprunalega uppskriftin:
1/2 bolli majónes
2 tsk lime safi
1 tsk sykur
1 tsk ferskt kóreander, smátt skorið
1/2 tsk paprika
1/2 tsk hvítt edik
1/2 tsk vatn
1/4 tsk salt
1/4 tsk hvítlauksduft
1/4 tsk mulið chipotle chili
örlítið þurrkað thyme
örlítið mulið cumin

Setjið allt saman í skál og hrærið vel saman. Kælið í amk klukkutíma.


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd