Graskers cupcakes (videouppskrift)

Kökur:
1 bolli sykur
1/3 bolli grænmetisolía
1/2 tsk vanilludropar
2 egg
3/4 bollar hreint graskersmauk
1 bolli hveiti
1 tsk graskersbökukrydd (Pumpkin Pie spice)
1 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt

——————————————-

1) Hitið ofninn í 180°C (350°F), undirbúið 12 muffin form og setjið til hliðar.

2) Hrærið saman í stórri skál: sykri, grænmetisolíu, vanilludropum, eggjum og graskersmauki. Bætið við þurrefnunum og hrærið þar til allt er orðið vel blandað.

3) Setjið deigið í formin þar til þau eru um 2/3 full. Bakið í 20-22 mínútur.

Látið kólna alveg áður en þið setjið kremið á.

Krem:
115 gr rjómaostur, við stofuhita
1/2 tsk vanilludropar
2 bollar flórsykur
2 msk ósaltað smjör, við stofuhita
1-2 msk mjólk

Hrærið rjómaosti og vanilludropum saman í stórri skál. Bætið flórsykrinum við og haldið áfram að hræra þar til allt er vel blandað.

Bætið smjörinu við og hrærið vel. Bætið mjólkinni við og hrærið vel. Hyljið skálina með plastfilmu í 1 klst fyrir notkun og kælið í ísskáp.

Graskersbökukrydd, ef þið fáið það ekki í búð:
Blandið saman þessum muldu kryddum:
1 msk kanill
1 1/2 tsk engifer
1/2 tsk múskat (nutmeg)
1/2 tsk negull (cloves)
1/4 tsk all spice
1/8 tsk salt

Ef þið eigið ekki allt á muldu formi er að sjálfsögðu hægt að nota kaffikvörn til að mala. Þið munið bara nota 1 tsk af þessari blöndu í kökurnar.


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd