Grillaðar beikonvafðar pylsur með ananassalsa

Uppskrift frá Damn Delicious

6 pylsur
6 sneiðar beikon
6 pylsubrauð
1/4 bolli + 2 msk teriyaki sósa

Ananassalsa:
2 bollar ananas, smátt skorinn
1/4 bolli rauðlaukur, smátt skorinn
1/4 – 1/2 japaleno, smátt skorið (má sleppa ef þið viljið ekki hafa sterkt)
2 msk ferskt kóreander, smátt skorinn
2 msk ferskur lime safi

——————————–

Hitið grillið á meðalhita.

Setjið ananas, lauk, jalapeno, kóreander og lime safa í skál og setjið til hliðar.

Vefjið beikonsneið utanum hverja pylsu. Hér gæti verið sniðugt að nota einhvers konar pinna til að halda beikoninu á sínum stað. Ef þið notið trépinna leggið þá í bleyti í hálftíma áður svo það kvikni ekki í þeim.

Grillið pylsurnar þar til beikonið er orðið brúnt og stökkt, um 4-5 mínútur.

Setjið pylsurnar í brauðin og setjið ananassalsað ofaná ásamt teriyaki sósunni.

Borðið strax!


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd