Heilsuvöfflur

Videouppskrift á mbl.is: Dásamlegar heilsuvöfflur Ebbu

400 gr gróft spelt, fínt er líka í lagi EÐA 350 gr spelt og 50 gr kókoshveiti
2 tsk kardimommuduft
smá vanilluduft eða vanilludropar (má sleppa)
1 tsk sjávarsalt
2-3 egg
30-40 gr kaldpressuð kókosolía, ólífuolía eða brætt smjör
700 ml vökvi, t.d. 400 ml mjólk að eigin vali og 300 ml volgt vatn

————————————————————————–

Setjið speltið, kókoshveitið og kardimommuduftið í stóra skál og blandið létt saman með sleif.

Bætið saltinu og smjörinu/kókosolíunni út í.

Bætið eggjunum og mjólkinni út í og hrærið vel saman með sleif.

Bakið í vöfflujárninu.

Hægt er að bræða 70% súkkulaði með smá mjólk til að setja ofaná, eða bara sultu og rjóma eða hlynsýróp


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd