Indverskur chili kjúklingur

Þeir sem eru hrifnir af indverskum mat ættu að prófa þennan rétt sem kemur úr smiðju kokkanna á veitingastaðnum Tandoori. Rétturinn inniheldur mikinn hvítlauk og mikið af ferskum chilli pipar. Kokkarnir hjá veitingastaðnum segja að hvítlaukur sé pensillín fátæka mannsins og segja hann geta komið í veg fyrir kvef, flensu, lækki blóðþrýsting og sé vörn gegn hjartasjúkdómum.

1 kg beinlaus kjúklingur (skorinn í litla bita)
2 laukar (meðalstórir)
3-4 tómatar
3-4 ferskt chili (brytjað smátt)
3 dl rjómi
1 tsk salt
3-4 hvítlauksrif
1cm engiferrót
1 tsk cumin
1 tsk coriander
½ tsk karrý duft
1 tsk garam masala
½ tsk chilli duft
2-3 msk steiktur laukur (notist ef sósan er þunn)
1 dl olía

———————————————-

Byrjið á því að skera laukinn smátt. Setjið hvítlauk, engifer og tómata saman í matvinnsluvél og maukið.
Setjið olíu á pönnuna og steikið laukinn í olíunni þangað til hann er orðinn gylltur á litinn og mjúkur. Þá er maukinu bætt út í og það látið malla í tvær mínútur.

Kjúklingurinn er settur út í á þessu stigi málsins. Þegar kjúklingurinn er farinn að hvítna má bæta kryddinu út í, eða öllu nema ferska chilli piparnum. Látið þetta malla í sirka fimm mínútur og hrærið stöðugt í pottinum á meðan.

Lækkið hitann og bætið rjómanum og ferska chillinu saman við. Hræði vel saman og látið malla í þrjár til fjórar mínútur.

Ef sósan er ekki þykk þá má bæta steiktum lauk saman við. Lækkið hitann ennþá meira og setjið lok á pönnuna og látið réttinn eldast í fimm mínútur til viðbótar.
Berið fram með hrísgrjónum og salati.


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd