Kjúklinga tostadas

Tostadas er einn af uppáhalds mexíkósku réttunum mínum og þessi útgáfa er einföld og bragðgóð. Hægt er að grilla kjúklingabringur, baka í ofni, nota afgangs kjúkling eða hreinlega kaupa tilbúinn kjúkling og rífa hann niður. Þessi uppskrift er mátuleg fyrir 3-4.

8 tostadas
1 1/2 bolli rifinn ostur
1 bolli stappað avakadó (um 2 lítil)
2 meðalstór lime, skorin í tvennt
smá salt
2 bollar smátt skornir tómatar
1/2 bolli smátt skorinn laukur
4 msk ferskt kóreander
smá nýmalaður pipar
400 gr eldaðar kjúklingabringur, skornar í bita (ca 2 bringur)
2/3 bolli svartar baunir, skolaðar
2 jalapeno, smátt skorin (sleppið ef þið viljið ekki hafa sterkt)

———–

Ef þið eruð ekki með tilbúinn kjúkling grillið eða bakið bringurnar í ofni, 200°C/400°F í hálftíma. Lækkið svo hitann í 175°C/350°F fyrir tostadas.

Blandið saman í skál: avakadó, safa úr einu lime, jalapeno og smá salti.

Blandið saman í annarri skál: tómötum, lauk, kóreander, safa úr 1 lime, 1/2 tsk salti og smá svörtum pipar.

Setjið á hverja tostada: 1/3 bolla af kjúkling, 1 msk af svörtum baunum og 2 1/2 msk af osti. Bakið í 3 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður. Setjið smá slettu af avakadó ofaná áður en þið berið fram ásamt matskeið af tómatsalsanu.


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd