Kókos- súkkulaðibita smákökur (videouppskrift)

Um 36 smákökur

1 2/3 bollar hveiti
3/4 bollar ósaltað smjör, við stofuhita
1 msk “vegetable shortening” (Crisco), við stofuhita
1/2 bolli púðursykur
1/2 bolli sykur
1 tsk vanilludropar
1 egg
1/4 tsk salt
1/2 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1 bolli súkkulaðibitar
1 1/2 bolli kókosmjöl

—————————

– Setjið plöturnar í ofninum í efst og neðst. Hitið ofninn í 190°C/375°F og setjið smjörpappír á bökunarplöturnar.

– Hrærið saman smjörinu, “shortening” og sykrinum. Bætið við eggi og vanilludropum og blandið vel saman.

– Blandið saman í lítilli skál: hveiti, matarsóda, lyftidufti og setjið svo útí smjörblönduna. Hrærið öllu saman í smástund, ekki of lengi.

– Bætið kókosmjölinu og súkkulaðibitunum við og blandið vel.

– Mótið litlar kúlur í höndunum eða notið ísskeið og raðið með góðu millibili á bökunarplötunar.

– Bakið í 9-11 mínútur eða þar til brúnirnar eru fallega gylltar á litinn.


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd