Kókosís með súkkkulaði og nougat

2 egg
1,8 dl sykur
2,5 dl kókosmjólk
5 dl rjómi
50-100g Nougat (eftir smekk)
smá slatti kókosmjöl
smá slatti súkkulaðispænir

– – – – – – – – – –

Fyrst eru eggin þeytt í 1-2 mín, þangað til þau verða létt og froðukennd. Svo er sykrinum hræt saman við smá í einu, svo þeytt í um 1 mín í viðbót. Næst er kókosmjólkinni og rjómanum bætt við og þeytt létt saman. Setjið í ísvél og látið hana ganga í um 35 mín, þar til ísinn er farinn að verða harður.

Bætið þá kókosmjölinu, súkkulaðinu og nougatinu saman við, einu í einu og látið vélina hræra þetta samanvið ísinn. Þegar allt er orðið vel blandað, setjið þá ísinn í frysti og látið hann vera þar í amk 3 klst áður en hann er borðaður.


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd