Kókoskleinuhringir

115 gr (1/2 bolli) smjör
3/4 bolli sykur
1 stórt egg
1 1/2 bolli hveiti
2 1/4 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1/2 bolli kókosmjöl
1/2 bolli (létt) kókosmjólk
1/4 tsk vanilludropar
1/4 tsk möndludropar

Glassúr:
1 1/2 bolli flórsykur
1 msk lime safi
2-3 msk (létt) kókosmjólk
1 bolli kókosmjöl

——————————-

Hitið ofninn í 175°C (350°F).

Hrærið smjörið í hrærivél þar til það er orðið kremkennt. Bætið við sykrinum og hrærið þar til þetta verður “fluffy”. Bætið við egginu og hrærið áfram þar til allt er orðið vel blandað saman.

Hrærið saman í annarri skál: hveiti, lyftidufti og salti. Bætið kókosmjölinu við.

Setjið kókosmjólkina í litla skál og hrærið vanilludropunum og möndludropunum saman við.

Hrærið saman til skiptis hluta af hveitiblöndunni og mjólkurblöndunni út í smjörblönduna. Hrærið þar til allt er lauslega blandað, ekki of lengi.

Sprautið deiginu í kleinuhringjaformin. Ég klippi lítið gat á hornið á glærum poka og set pokann í stórt glas. Svo skófla ég deiginu ofaní og sprauta í formin.

Bakið í 18-20 mínútur eða þar til kleinuhringirnir eru orðnir létt gylltir. Takið þá úr mótinu og látið kólna.

Glassúr:
Hrærið saman flórsykri, lime safa og kókosmjólk. Dýfið kleinuhringjunum í glassúrinn og svo í kókosmjölið.


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd