Mömmudraumur

Uppskrift frá Evu Laufey Kjaran

150 gr. Sykur
150 gr. Púðursykur
125 gr. Smjör
2 egg
260 gr. Hveiti
1 tsk. Matarsódi
1 tsk. Lyftiduft
1/2 tsk. Salt
40 gr. Kakó
2 dl. Mjólk

Vinnið vel sykur og smjör. Setjið eitt og eitt egg í einu og blandið vel saman.
Blandið þurrefnum og setjið saman við ásamt mjólkinni.  Hellið í tvö jafn stór form og inn í ofn við 180°C í 20 – 22 mín.

Krem:
500 gr. Flórsykur
60 gr. Kakó
1 egg
80 gr. Smjör
1 tsk. Vanilla extract (eða vanilludropar)
3-4 msk sterkt kaffi.

Bræðið smjör og blandið öllu saman þar til kremið verður orðið slétt og fínt.
Smyrjið kreminu á milli og yfir kökuna.


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd