Mulligatawny súpa með linsubaunum og sætum kartöflum

6 skammtar

Þessi súpa er nógu matarmikil til að vera heil máltíð. Berið fram með ristuðu baguette brauði og ef til vill einföldu grænu salati.

1/4 bolli möndlur, skornar ílangt (slivered almonds)
1/4 bolli ólífuolía
2 meðalstórir laukar, smátt skornir
1/2 rauð paprika, skorin í mjóar ræmur
5 cm engifer, flysjaður og skorinn í stóra bita
1 tsk mulin kardimomma
1 tsk mulið cumin
1 tsk mulið kóreander
1 tsk karrýduft
1/2 tsk chilli flögur
sjávarsalt og nýmulinn svartur pipar
5 bollar sjóðandi vatn
1/3 bollar brúnar linsubaunir
1 stór sæt kartafla, flysjuð og skorin í teninga
safi úr einni sítrónu
3 msk hrein jógúrt
1 epli (Granny Smith), smátt skorið
3 msk ferskt kóreander, gróft skorið

———————————-

Ristið möndlurnar á þurri pönnu þar til þær verða gullinbrúnar. Setjið til hliðar.

Hitið olíu í mjög stórum potti á meðalhita.

Steikið laukinn, paprikuna, engiferið og kryddin í 5 mínútur eða þar til grænmetið er farið að mýkjast. Kryddið með salti og pipar.

Bætið við sjóðandi vatni og linsubaununum. Eldið í 25 mínútur án þess að hafa lokið á, eða þar til linsubaunirnar eru orðnar mjúkar. Bætið við meira vatni ef súpan virðist vera of þurr.

Bætið við sætu kartöflunni og sítrónusafanum. Stillið á lágan hita og látið malla í 5-7 mínútur eða þar til sætu kartöflurnar eru farnar að mýkjast.

Hrærið jógúrti, eplum, fersku kóreander og möndlunum saman við og látið malla í 5 mínútur í viðbót. Fjarlægið engiferbitana og berið fram.


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd