Pizzabotn

Einfalt, meðfærilegt og gott pizzadeig

4 bollar hveiti
1 bréf þurrger
1 tsk salt
2 msk ólífuolía
3/4 bollar vatn

– – – – – – – – – – – – – – – – –

1. Blandið í skál þurrgeri og salti ásamt 3 bollum af hveiti.

2. Hrærið olíu og vatni saman við hveitið og hnoðið, notið eftir þörfum hveitið sem eftir er og hnoðið þar til deigið verður meðfærilegt og sprungulaust.

3. Látið standa í u.þ.b. 1/2 klst. á hlýjum stað undir röku viskastykki eða loki.

4. Hnoðið að nýju og fletjið út í pizzu.

5. Setjið á bökunarplötu klædda bökunarpappír og dreifið sósu, fyllingu og ost á pizzuna eftir smekk. Bakið við 220°c í 15-20 mín.

Mín reynsla er að úr þessu kemur ein mjög þykk meðalstór pizza, eða tvær þunnar. Mér finnst betra að hafa þunnar, og gata þá botnana með gaffli þannig að þeir hefist ekki of mikið.


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd