Salsa kjúklingur (videouppskrift)

Þessi rífur soldið vel í ef þið notið heilt jalapeno, jafnvel þó það sé fræhreinsað. Ef þið viljið ekki hafa þetta sterkt þá er örugglega í lagi að sleppa jalapeno.

4 kjúklingabringur
1 lítill laukur, smátt skorinn
1 paprika, smátt skorin
4 hvítlauksgeirar, pressaðir
1/4 bolli ferskt kóreander
1 jalapeno, fræhreinsað og smátt skorið (má sleppa)
2 msk ólífulía
1 tsk cumin
1/4 tsk oregano
440 ml maukaðir tómatar (crushed)
1/4 bolli vatn
1/2 bolli hvítvín eða bjór (má sleppa)
salt og pipar eftir smekk

——————————————————

1) Hitið stóra pönnu með háum hliðum á rúmum meðalhita og bætið við 1 msk af olíunni.

2) Saltip og piprið kjúklingabringurnar á báðum hliðum og steikið á pönnunni. Þetta er bara rétt til að loka þeim og fá smá lit á þær, þær eiga eftir að eldast betur í sósunni á eftir. Fjarlægið af pönnunni og setjið til hliðar.

3) Bætið restinni af olíunni á pönnuna og lækkið hitann í meðalhita. Bætið við lauknum, hvítlauknum, paprikunni og helmingnum af kóreandernum. Saltið og piprið aðeins og steikið í nokkrar mínútur þar til grænmetið fer að mýkjast.

4) Bætið jalapeno við og hrærið saman við hitt grænmetið.

5) Bætið víninu/bjórnum við ef þið notið það og látið eldast í 30 sekúndur. Bætið þá við tómötunum, vatninu, cumin, oregano, salti og pipar.

6) Látið suðuna koma upp og eldið í 5 mínútur við meðalhita. Setjið kjúklingabringurnar aftur á pönnuna og hyljið með sósunni. Setjið lok á pönnuna og látið þetta malla í 10 mínútur.

7) Skreytið með restinni af kóreandernum og berið fram t.d. með hrísgrjónum eða salati.


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd