Salsa salat með maís

Uppskrift frá Vinotek.is

Ferskar maísstangir má nú fá í mörgum stórmörkuðum og þær verða unaðslega sætar og góðar þegar þær eru grillaðar. Síðan má skafa kornin af stöngunum og nota í margvísleg salöt en samsetningar eins og þessi eru oft kallaðar salsa í Mexíkó og suðvesturhluta Bandaríkjanna.

3 maísstangir, grillaðar
1 rauð paprika, skorin í litla bita
1/2 rauðlaukur, fínt saxaður
1 grænn chilibelgur, fræhreinsaður og fínsaxaður
1 búnt kóríander
3-4 hvítlauksgeirar, pressaðir
safi úr 1 lime
hvítvínsedik
ólívuolía
salt og pipar

Grillið maísin og skafið kornin af. Saxið grænmetið og setjið í skál. Pressið lime-safann yfir, bætið við skvettu af góðu hvítvínsediki, vænni skvettu af ólívuolíu og bragðið til með salti og pipar.


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd