Saltaðar karamellu cupcakes


Þessar eru æði, súkkulaðikökur með rjómaostakremi toppaðar með karamellusósu og fleur de sel. Úr þessu ættu að koma 12 cupcakes.

57 gr ósaltað smjör, við stofuhita
1 bolli sykur
1 egg
1/2 bolli kakóduft
1 1/4 bolli hveiti
1/4 tsk salt
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 bolli mjólk

——————————–

1) Hitið ofninn í 180°C (350°F), undirbúið 12 muffins form og setjið til hliðar.

2) Sigtið hveiti, kakóduft, lyftiduft, matarsóda og salt í stóra skál og setjið til hliðar.

3) Hrærið smjöri og sykri saman í stórri skál. Bætið egginu og vanilludropunum við og hrærið þar til allt er vel blandað.

4) Bætið mjólkinni við ásamt þurrefnunum og hrærið þar til þetta er allt orðið blandað, en ekki of lengi.

5) Setjið deigið í muffins form og bakið í 18-20 mínútur. Látið kólna alveg.

Krem:
115 gr rjómaostur, við stofuhita
1/2 tsk vanilludropar
2 bollar flórsykur
2 msk ósaltað smjör, við stofuhita
1-2 msk mjólk

Hrærið rjómaosti og vanilludropum saman í stórri skál. Bætið flórsykrinum við og haldið áfram að hræra þar til allt er vel blandað.

Bætið smjörinu við og hrærið vel. Bætið mjólkinni við og hrærið vel. Hyljið skálina með plastfilmu í 1 klst fyrir notkun.

Skraut:
Karamellusósa
Fleur de sel (franskt gróft salt)

Sprautið kreminu á kökurnar þegar þær eru orðnar alveg kaldar. Setjið karamellusósu í poka (eða ef þið notið tilbúna með stút þá má sleppa þessu skrefi), klippið hornið af pokanum og sikk-sakkið yfir kremið til að skreyta. Sáldrið nokkrum kornum af fleur de sel yfir í lokin.


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd