Spelt pizza
Videoupppskrift á mbl.is: Spelt pizza
250 gr spelt (gróft, eða gróft og fínt til helminga)
3 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk sjávarsalt
1 tsk oregano (má sleppa)
2 msk kaldpressuð ólífuolía eða kaldpressuð kókosolía
130-140 ml heitt vatn
—————————————–
Setjið þurrefnin í stóra skál og hrærið saman með skeið.
Hellið ólífuolíunni og vatninu saman við og hrærið saman með skeið. Hnoðið létt asman í höndunum í kúlu.
Skiptið deiginu í tvennt, þá fáið þið tvær þunnar pizzur sem duga fyrir 3-4 manns.
Stráið hvítu spelti á borðið og fletjið út deigið.
Forbakið botninn í 5 mínútur við 200 gráður.
Setjið sósu, álegg og ost á botninn og setjið pizzuna inn í 5 mínútur í viðbót.
Engar athugasemdir ennþá
Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu