Tælenskar kjúklingabollur

Kjúklingabollur, hráefni:
2- 3 kjúklingabringur
1 bolli af brauðmylsnu (ferskri)
4 vorlaukar
1 msk. mulið kóríander
2 tsk. sesamfræ
1 bolli ferskt kóríander (brytjað smátt)
3 msk. ‘Sweet Chilli’ sósu
1 – 2 msk. sítrónusafi
1 ferskt chili (fræhreinsað og brytjað smátt)
Olía til steikingar.

– – – – – – – – – – – – – – – – – –

Aðferð:
Saxið niður kjúklingabringur niður í hakk annað hvort með hníf eða í matvinnsluvél. Best er að nota heil kóríander fræ og mylja þau niður í mortél, ef slíkt er ekki fyrir hendi þá er tilbúin mulinn kóríander ekkert verri. Setjið 2 brauðsneiðar (án skorpu) í matvinnsluvél, saxið niður mjög smátt vorlauk, ferska kóríanderinn og brytjið niður og fræhreinsið chiliíð.

Vinnið þetta vel saman í skál og bætið sítrónusafa og “Sweet chilli” sósu og hrærið vel. Gerið úr þessu litlar bollur og steikið í djúpri pönnu í olíunni. Hitið ofninn í 200° og setjið svo að lokum bollurnar inní hann í 5 mín. Stærri bollur eða ef gerðir eru hamborgarar geta tekið allt að 10 – 15 mín.

“Sweet Chilli” sósa – hráefni:
1 bolli af vatni
1 bolli af strásykri
4 – 5 chilli
1/2 hvítlauksgeiri

Aðferð:
Setjið vatn og sykur í pott og hitið þangað til vökvinn er orðinn glær. Saxið chillíið (ekki fjarlægja fræin) og hvítlauk gróft niður og bætið útí. Setjið þetta svo í matvinnsluvél og blandið vel. Sósan er tilbúinn. Ath: farið varlega þegar þetta er sett í matvinnsluvél, því sósan verður MJÖG heit.Einnig verður hún mjög sterk fyrst, en með tímanum dofnar hún.


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd