Tandoori quesadillas með mangó chutney

Þessi uppskrift er einföld og fljótleg. Ferska mangó chutney-ið er líka æði.

2 msk olía
1 rauðlaukur, smátt skorinn
1 msk hvítlaukur, smátt skorinn
1 msk engifer, rifið
1/4 bolli tandoori paste
500 gr kjúklingabringur, skornar í bita
1/2 bolli hrein jógúrt
6 stórar heilhveiti tortillur
3/4 bolli rifinn mozzarella

————————–

Hitið olíu á pönnu og steikið rauðlauk, hvítlauk og engifer í 3 mínútur.

Bætið tandoori paste við og steikið áfram í 1 mínútu.

Bætið kjúklingnum við og steikið þar til hann er næstum því tilbúinn, um 8 mínútur. Bætið jógúrtinu við og eldið áfram þar til kjúklingurinn er alveg steiktur í gegn, um 2 mínútur í viðbót.

Hitið ofninn í 200°C (400°F). Setjið tortillu á bökunarplötu og dreifið 1/3 af kjúklingablöndunni á tortilluna. Stráið 1/4 bolla af mozzarella yfir og lokið með annarri tortillu. Endurtakið með hinar tortillurnar þannig að þetta verða 3 tortilla “samlokur”.

Bakið þar til osturinn bráðnar, 3-5 mínútur. Skerið hverja tortillu í 6 sneiðar og berið fram með mangó chutney.

Mangó chutney:

1/4 bolli ananassafi
1/4 bolli rauðlaukur
1 msk ferskt kóreander
1 tsk chat masala krydd
1/4 tsk salt
1 bolli mangóbitar

———————

Setjið allt nema mangó í matvinnsluvél og maukið vel. Bætið mangóbitunum við og “pulsið” nokkrum sinnum þar til bitarnir eru gróflega saxaðir. Kælið þar til þetta er borið fram.


Líkar uppskriftir

Athugasemdir

Engar athugasemdir ennþá

Vertu fyrst(ur) til að skrifa athugasemd skrifa athugasemd við færslu

Skrifa athugasemd