Um mig

Ég heiti Edda Ósk eins og nafnið á síðunni gefur glöggt til kynna. Ég er tölvunarfræðingur og vinn við vefsíðugerð en ég hef lengi haft áhuga á vefsíðugerð og góðum mat þannig að með þessari síðu sameina ég tvö áhugamál.

Elstu uppskriftirnar á síðunni eru frá 2007 en matarsmekkur minn hefur nú breyst svolítið frá því þá, heldur til betri vegar. Árið 2007 var ég meira að setja inn uppskriftir af kökum og réttum með rjómasósum en í dag er ég meira fyrir hollari mat þó ég sá alltaf sætindagrís. Ég hef tekið til í eldri uppskriftum af og til en það eru samt gamlar uppskriftir sem ég myndi enn gera í dag.

Ég er hrifin af bragðmiklum mat, hvort sem það er sterkt eða með mörgum mismunandi kryddum/brögðum. Mexíkóskur matur er í uppáhaldi ásamt tælenskum til dæmis. Ég hef líka verið að prófa mig meira áfram með grænmetisrétti og súpur undanfarin ár.

Í nóvember 2014 greindist ég með sykursýki tegund 1 sem hefur jú áhrif á mataræðið þó ég hafi ekki þurft að gera miklar breytingar nema kannski slaka aðeins á í sætindunum. Það eru nokkrar uppskriftir á síðunni sem eru með merkið “góður blóðsykur” og þá má sjá næringarupplýsingar eins og kolvetnamagnið í uppskriftinni sem er mikilvægt fyrir sykursjúka. Ég stefni á að setja inn fleiri þannig uppskriftir.

Vonandi njótið þið uppskriftanna og endilega setjið like eða comment ef það er eitthvað sem þið eruð hrifin af.


Athugasemdir

 • Bjarni Bjarni maí 17, kl 23:44

  Gaman ad tessu

  Svara
 • Jóhann Gunnarsson Jóhann Gunnarsson október 06, kl 09:30

  Sæl Edda Ósk ég er formaður samtaka sykursjúkra ánorðurlandi og við erum að vinna við að setja upp heimasíðu . má ég benda á síðuna þína og taka efni af henni á okkar með leyfi þínu kv jóhann

  Svara
  • Edda Edda október 06, kl 09:34

   Sæll Jóhann, já alveg sjálfsagt :o)

   Svara

Skrifa athugasemd