Grænmetis- kjúklingabauna korma
Grænmetisréttir

Grænmetis- og kjúklingabauna Korma

Stórgóður grænmetisréttur fyrir 4

2 msk grænmetisolía
1 rauðlaukur, fínt skorinn
3 hvítlauksgeirar, kramdir
1 tsk túrmerik
1 tsk paprika
1 tsk rifið engifer
1/2 tsk chili krydd
1 sæt kartafla, skræld og skorin í 2 cm bita
1 lítill blómkálshaus, skorinn í litla bita
1 rauð paprika, smátt skorin
1 gul paprika, smátt skorin
400 gr kjúklingabaunir, sigtaðar og skolaðar
100 gr ristaðar cashew hnetur
1 1/2 grænmetisteningur leystur upp í 1 lítra af sjóðandi vatni
100 ml kókosmjólk
30 gr ferskur kóreander
salt og pipar eftir smekk
1 tsk maísmjöl til að þykkja sósuna ef vill
200 ml hreint jógúrt (má sleppa)

——————————-

1. Steikið laukinn við miðlungshita á stórri pönnu í 5 mínútur. Bætið þá hvítlauknum við og eldið í 2 mínútur í viðbót. Bætið við túrmerik, papriku, engifer og chili kryddi og eldið áfram í 2 mínútur.

2. Bætið við sætu kartöflunni, blómkálinu, paprikunum, kjúklingabaununum, cashew hnetunum, grænmetissoðinu og kókosmjólkinni og látið suðuna koma upp. Látið malla í 20 mínútur og hrærið af og til. Ef þú vilt þykkari sósu settu þá maísmjölið ásamt smá vatni í bolla og hrærðu vel saman. Bættu þessu útí og láttu malla áfram í 5 mínútur.

3. Bættu kóreander við í lokin og hrærðu saman við en geymdu smá til að strá yfir til að skreyta. Smakkið til með salt og pipar og berðu fram með jógúrt og restina af kóreander.


Please follow and like us: