Blogg

Hægeldun (slow-cooking): nokkur ráð

Crockpot-of-chili

Ég fékk bók í jólagjöf sem er bara með slow-cooker uppskriftum. Í henni eru líka góð ráð um hvernig maður fær sem bestar niðurstöður þegar maður notar slow-cooker og ætla ég að deila nokkrum með ykkur.

Hvernig er hægt að aðlaga uppskriftir fyrir slow cooker

 • Veldu uppskriftir sem þarf ekki að elda mikið eins og súpur, kássur eða annað sem er soðið.
 • Passaðu að ef þú notar fljóteldað prótein eins og skinn- og beinlausar kjúklingabringur eða skelfisk/annað sjávarfang að ofelda ekki. Haltu eldunartímanum nálægt 4 tímum á lágum hita eða 2 tímum á háum hita.
 • Skerðu grænmeti á álíka stóra bita til að ná jafnari eldun, ekki stærri en 1 tommu (2,5 cm).
 • Af því að slow cooker heldur raka vel þarftu að minnka vökvamagn þegar þú breytir venjulegri uppskrift í slow cooker uppskrift. Þumalputtareglan er að minnka vökvann um helming. Þegar gera á súpu er nóg að vatnið/soðið rétt fljóti yfir innihaldsefnin.
 • Ef það er mjólk eða ostur í uppskriftinni, bætti því þá við í lokin. Annað hvort á síðasta hálftímanum eða eftir að rétturinn er eldaður.
 • Aðlagaðu uppskriftina að stærðinni á slow cookernum þínum. Uppskrift sem er 4 til 6 skammtar mun almennt passa í 4-5 quart (3,8-4,7 lítra) slow cooker.

 

Veldu slow cooker stærð sem hentar þér

3 quarts 4-5 skammtar
3 1/2 quarts 5-6 skammtar
4 quarts 6-8 skammtar
5 quarts 7-9 skammtar
6-6 1/2 quarts 8-10 skammtar
7 quarts 11+

 

Nokkur ráð

Þýddu fyrst
Aldrei setja frosið, hrátt kjöt eða fuglakjöt beint í slow cookerinn. Það þiðnar of hægt til að vera öruggt að borða. Afþýddu hratt frosið grænmeti í sigti undir köldu rennandi vatni áður en þú setur það útí.

Kældu
Haltu öllum innihaldsefnin sem þurfa að vera í kæli köldum þar til þú þarft að nota þau. Bakteríur geta fjölgað sér ef maturinn nær stofuhita fyrir eldun.

Ekki fylla of mikið
Hafðu slow cookerinn alltaf a.m.k. hálffullan en ekki fylla hann meira en 3/4. Ef þú sleppir innihaldsefni í uppskrift notaðu þá álíka magn af öðru álíka í staðinn.

Betra grænmeti
Grænmeti eldast hægar en kjöt þannig að það er best að skera grænmeti í jafnstóra bita og setja það sem næst hitanum (á botninn eða hliðunum á slow cookernum).

Hafðu lokið á
Ekki taka lokið af þegar potturinn er kominn í gang. Jafnvel ef þú tekur lokið af bara í smástund til að kíkja ofaní þá missiru raka og getur bætt allt að 30 mínútum við eldunartímann. Þegar þú lyftir lokinu lyftu því þá beint upp en ekki hallandi til að forðast að fá heita gufuna framan í þig.

Hreint tæki
Láttu tækið kólna við stofuhita áður en þú þværð það til að koma í veg fyrir sprungur. Þvoðu pottinn með mjúkum bursta og uppþvottalegi. Aldrei nota sterk hreinsiefni eða bursta sem gætu rispað.

Eldaðu einu sinni, borðaðu tvisvar
Flestar slow cooker uppskriftir eru það stórar að það verða afgangar. Færðu afganga í box strax eftir máltíðina og frystu í allt að 6 mánuði. Afþýddu í ísskáp eða örbylgjuofni.

 

Tímasettu rétt

Lágur hiti Hár hiti
4-6 tímar 2-3 tímar
6-8 tímar 3-4 tímar
8-12 tímar 4-6 tímar

 

Fyrir enn betri niðurstöður

Mýktu grænmetið ef það er nefnt í uppskriftinni. Það bætið bragðið á t.d. lauk og gulrótum að mýkja það aðeins á pönnu fyrst. Það að skera sjálft grænmetið er yfirleitt mesta vinnan hvort eð er þannig að það bætir ekki svo miklu við tímann að steikja það aðeins fyrst.

Ekki ofelda
Margar tegundir af grænmeti eins og baunir, linsubaunir og rótargrænmeti þurfa allavega 8 tíma og jafnvel meira. Aftur á móti grænar baunir og blómkál eldast yfirleitt á 6 tímum á lágum hita og getur orðið ógirnilegt ef það er eldað of lengi. Ef þú ert að heiman allan daginn er ein lausn að setja réttinn saman kvöldið áður (ekki með kjöt samt), og setja pottinn í ísskáp. Þetta lengir aðeins eldunartímann þar sem potturinn er kaldur þegar eldunin hefst.

Sumt grænmeti fer betur ef því er bætt við á síðustu 30 mínútum eldunartímans, eftir að hitinn hefur verið settur á háan hita. Sem dæmi: kúrbítur (zucchini), grænar baunir, fiskur og sjávarfang ásamt mjólk og rjóma. Paprika og chili geta líka orðið bitur ef þau eru elduð of lengi. Sama má segja um sterkar sósur, best er að bæta þeim við alveg í lokin.

Handhægt
Finndu hráefnin til og skerðu það sem þarf að skera kvöldið áður en þú ætlar að elda til að flýta fyrir morguninn eftir.

 

Mataröryggi

 • Ekki hálfelda kjöt eða kjúkling og geyma lengi. Ef þú þarft að brúna kjöt áður en þú setur það í slow cookerinn gerðu það þá rétt áður en þú setur það í pottinn. Reyndu að ná kjöti upp í sem hæstan hita hratt við eldun.
 • Ef þú ert að elda stóran bita af kjöti eins og stóra steik sem hefur ekki verið brúnuð, settu þá hitann á háan hita í a.m.k. 1 klst til að flýta fyrir eldunarferlinu.
 • Ef þú finnur til innihalsefnin fyrirfram og ætlar að geyma í ísskáp yfir nótt, haltu þá kjötinu aðskildu frá grænmetinu.
 • Ef rafmagnið fer af þegar matur er í eldun og þú veist ekki hversu lengi, þá er öruggast að henda matnum ef hann var ekki fulleldaður. Ef hann var fulleldaður ætti að vera í lagi með hann í allavega 2 tíma.
 • Hægt er að halda mat heitum í allt að 2 tíma, en eftir það ætti að færa hann í lítil ílát til að hann kólni sem fyrst og hægt sé að færa hann í ísskáp. Af því að tækið eldar við svo lágan hita þá ætti ekki að endurhita afganga í slow cookernum.

Please follow and like us: