Hollari sætindi

Litlar kókos-kasjúkökur

Það er vegan veitingastaður sem ég fer á öðru hverju hér í Montreal sem heitir Aux Vivres og þeir voru með svakalega góðan eftirrétt sem ég fékk mér oft: coconut cashew pie. Því miður þegar ég fór síðast sá ég að þeir voru hættir með hann þannig að ég ákvað að taka til minna ráða. Ég fann uppskrift sem ég breytti aðeins og koma bara mjög vel út.

Botn:
3/4 bolli (glútenfríir) hafrar
1/3 bolli ósætt kókosmjöl
2 msk kókospálmasykur
2 msk kókosolía, brædd

Fylling:
1 bolli hráar kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 30 mínútur
1/2 bolli kókosmjólk
2 msk hreint hlynsýróp
1/4 bolli kókosolía, brædd
1/4 bolli + 3 msk ósætt kókosmjöl
5 dropar stevía með kókosbragði
1/2 tsk vanilluextrakt
smá kókosmjöl til að skreyta með, jafnvel ristað

————-

Hitið ofninn í 180°C (350°F). Finndu til 10 sílikon muffinsform (mun auðveldara að ná kökunum úr þannig). Settu hafrana og kókosmjölið í matvinnsluvél eða kraftmikinn blandara (ég notaði matvinnsluvél). Láttu vélina ganga í 30 sekúndur. Bættu við kókospálmasykrinum og bræddri kókosolíu. Láttu vélina ganga þar til þetta blandast saman. Dreifðu blöndunni jafnt í formin og þjappaðu vel niður með skeið. Bakið í 10 mínútur eða þar til þetta verða gyllt. Látið kólna meðan fyllingin er gerð.

Sigtið kasjúhneturnar og setjið í matvinnsluvél eða kraftmikinn blandara og látið vélina ganga í 1-2 mínútur. Bætið bræddu kókosolíunni, 1/4 bolla kókosmjöli, stevíunni og vanilluextrakt. Látið vélina ganga þar til þetta verður kekkjalaust og kremkennt. Hrærið 3 msk af kókosmjöli saman við með skeið.

Hellið blöndunni jafnt í formin og frystið í allavega 1-2 tíma áður en þið gæðið ykkur á góssinu og takið úr formunum. Geymið svo í frysti. Skreytið með kókosmjöli í lokin.


Please follow and like us: