Hollari sætindi Sætindi

Sykurlaust kókosnammi

Þetta er tilvalið að eiga við höndina þegar manni langar í eitthvað sætt en vill ekki sprengja kolvetnakvótann. Það er líka hægt að gera þetta meira lúxus og hjúpa bitana með dökku súkkulaði.

3 msk kókosolía
3 msk erythritol
3 msk sykurlaus möndlumjólk
5-6 dropar kókos- eða vanillu stevia
ca 12 msk kókosmjöl

————-

Bræðið kókosolíu, erythritol, möndlumjólk og steviu í örbylgjuofni. Hrærið kókomjöli samanvið. Setjið bökunarpappír í lítið box, ég notaði 13×13 cm plastbox og þjappið blöndunni vel ofaní. Setjið í frysti í 45 mínútur til að harðna og skerið svo í litla bita. Hjúpið með súkkulaði fyrir lúxusútgáfuna 🙂 Geymið í ísskáp eða frysti.

Myndataka: Melissa St-Arnauld


Please follow and like us: