Kjötréttir

Fajitas

450 gr nautakjöt, t.d. flank steak
1 stór laukur, skorinn í lengjur
1 paprika
4 msk grænmetisolía
salt og pipar eftir smekk

Marinering:
1/2 bolli ferskt kóreander
1/2 jalapeno pipar, fræhreinsaður
1 tsk malað cumin
1 tsk chili duft
safi úr einu lime
2 hvítlauksgeirar
2 vorlaukar
1 msk grænmetisolía
salt og pipar eftir smekk

Meðlæti:
hveiti tortilla pönnukökur
salsasósa
guacamole
sýrður rjómi
rifinn ostur
ferskt lime

———————————-

1) Skerið steikina í þunnar ræmur (sjá video) og setjið í stóran poka.

2) Setjið innihaldsefnin í marineringuna í blandara eða matvinnsluvél og maukið vel. Hellið marineringunni í pokann með kjötinu og nuddið vel saman. Marinerið í ísskáp í að minnsta kosti 2 tíma.

3) Takið steikina úr ísskápnum 15 mínútum fyrir eldun.

4) Hitið tortilla pönnukökur á pönnu í nokkrar sekúndur þar til þær verða aðeins heitar og stökkar og setjið til hliðar.

5) Hitið pönnu á meðalháum hita og bætið 2 msk af olíunni við og látið verða vel heitt. Setjið laukinn og paprikuna á pönnuna og kryddið með salti og pipar. Eldið í 4-5 mínútur eða þar til þetta fer að mýkjast og brúnast aðeins. Gott er að elda steikina á sama tíma til að allt verði tilbúið á sama tíma.

6) Hitið 1 msk af olíu á pönnu á háum hita. Setjið helminginn af kjötinu út á og steikið á háum hita í um 2 mínútur og passið að hræra stöðugt. Setjið á disk og eldið restina af kjötinu.

7) Berið fram strax með paprikunni og lauknum, heitum tortilla pönnukökum og meðlætinu.

Ath hægt er að skipta nautakjötinu út fyrir t.d. kjúkling eða svínakjöt.

{youtube}Jt_0LoobM5E{/youtube}


Please follow and like us: