Ísinn í vélinni góðu
Ís og eftirréttir

Toblerone kókosís

Þetta er kannski enginn megrunarís, en góður er hann…

2 egg
1,8 dl sykur
2,5 dl kókosmjólk
5 dl rjómi
1 dl kókosmjöl
100 gr Toblerone, smátt saxað

– – – – – – – – – –

Fyrst eru eggin þeytt í 1-2 mín, þangað til þau verða létt og froðukennd. Svo er sykrinum hrært saman við smá í einu, svo þeytt í um 1 mín í viðbót. Næst er kókosmjólkinni og rjómanum bætt við og þeytt létt saman. Setjið í ísvél og látið hana ganga í ca 20-30 mín, þar til ísinn er farinn að verða harður. Það er misjafnt eftir ísvélum hversu lengi þetta tekur.

Þegar ísinn er farinn að þéttast aðeins bætið þá kókosmjölinu við. Þegar hann er orðinn svolítið harðari bætið þá Toblerone við og látið blandast vel.

Þegar allt er orðið vel blandað, setjið þá ísinn í frysti og látið hann vera þar í amk 3 klst áður en hann er borðaður.


Please follow and like us: