Smákökur

Piparkökur ömmu

Þessi uppskrift er frá ömmu minni heitinni, en mamma bakar þessar piparkökur alltaf í desember.

500 gr hveiti
250 gr sykur
250 gr smjör, við stofuhita
2 msk ger
2 tsk matarsódi
1 egg
2 1/2 dl sýróp
1 tsk negull
1 tsk kanill
1 tsk pipar
1 tsk kakó
1 tsk allrahanda (allspice)

———————————————-

Hrærið allt vel saman í hrærivél með hnoðaranum. Dreifið smá hveiti á borð og hnoðið svo aðeins saman í höndunum. Setjið í ísskáp yfir nótt.

Mótið litlar kúlur (passið að hafa nóg bil á milli því þær dreifa vel úr sér) og bakið í 10 mínútur við 180°C (355°F).

Myndataka: Melissa St-Arnauld


Please follow and like us: