Kjötréttir Pizzur og pasta

Pasta með pylsum og kúrbít

Einfalt og gott pasta sem er tilvalið að gera í miðri viku.

2 msk ólífuolía
500 gr ítalskar pylsur, húðin tekin af
2 stórir eða 4 litlir kúrbítar (zucchini), skornir í smáa bita
1 stór laukur, smátt skorinn
4 hvítlauksgeirar, kramdir
lítil dós (um 400 ml) kramdir tómatar
2 bollar pasta (t.d. skrúfur, slaufur, penne…)
5 bollar (1,25 l) grænmetissoð
1 msk ítölsk kryddblanda
1/4 bolli ferskt rifinn parmesan ostur
salt og pipar eftir smekk

——————————

1) Hitið ólífuolíu við meðalhita í stórum potti. Bætið pylsunum útí og stappið þær með trésleif eða álíka. Stekið í 3-4 mínútur.

2) Bætið við lauknum og hvítlauknum og steikið í 5 mínútur. Bætið við soðinu tómötunum og ítalska kryddinu. Látið suðuna koma upp og látið malla í um 15 mínútur.

3) Bætið kúrbítnum við og látið malla í 10 mínútur. Bætið þá pastanu við og sjóðið eins lengi og stendur á pakkanum.

4) Saltið og piprið eftir smekk og setjið ostinn útí í lokin eða hafið hann til hliðar fyrir þá sem eru ekki hrifnir af parmesan.


Please follow and like us: