450 gr nautahakk
1 lítill laukur, smátt skorinn
3 msk heimatilbúið taco krydd (sjá neðar) eða 1 pakki tilbúið taco krydd
1/2 bolli tómatasósa (ekki tómatsósa)
3/4 bollar vatn
salt eftir smekk, bætið bara við salti ef þið notið heimatilbúnu kryddblönduna
1 msk grænmetisolía
Meðlæti:
Taco skeljar, harðar eða mjúkar
Salsa
Sýrður rjómi
Rifinn ostur
Rifið kál
Guacamole
Heimatilbúin kryddblanda:
1 msk chiliduft
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk laukduft
1 tsk paprikuduft
1/2 tsk oregano
1/2 tsk kóreander
1/2 tsk kornsterkja
1/4 tsk svartur pipar
salt eftir smekk
—————————–
– Hitið olíuna á hárri pönnu við meðalhita.
– Steikið hakkið í 7-8 mínútur eða þar til það er orðið vel brúnað.
– Bætið lauknum við og eldið í 3-4 mínútur í viðbót eða þar til laukurinn fer að mýkjast.
– Blandið saman vatninu og kryddunum í skál og setjið til hliðar.
– Bætið við tómatsósunni og kryddunum, lækkið niður í meðalhita og látið malla í 10 mínútur eða þar til vökvinn hefur gufað upp að mestu leyti og sósan er orðin þykk.
– Berið fram með meðlætinu