Brauð

Glútenlaust bananabrauð

Upprunalega uppskriftin er frekar stór þannig að ég miða hér við hálfa uppskrift sem gerir eitt brauð í minni kantinum. Hér er upprunalega uppskriftin.

Einfalt og gott brauð í hollari kantinum. Engin þörf á hrærivél eða þeytara, notið bara sleif.

1 1/8 bollar hafrahveiti (oat flour)
2 vel þroskaðir bananar, stappaðir
1/4 bolli sykur
1/4 bolli þurrkaðar döðlur, smátt skornar
1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
1/4 tsk kanill
1/2 tsk vanilludropar
1 egg
1/8 bolli ósætt eplamauk
1 1/2 msk grænmetisolía
1/8 bolli ósætt möndlumjólk

——————————-

1) Hitið ofninn í 180°C (350°F)

2) Undirbúið formið með því að smyrja það/setja smjörpappír í.

3) Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda, salti og kanil saman í stóra skál. Setjið til hliðar.

4) Setjið döðlurnar í litla skál ásamt nokkrum matskeiðum af hveitiblöndunni og blandið saman. Þetta kemur í veg fyrir að döðlurnar klessist saman í deiginu.

5) Hrærið saman sykri, eplamauki og olíu í annarri skál. Bætið við eggi, bönunum, vanilludropum og möndlumjólk og hrærið þar til þetta er orðið kekkjalaust.

6) Bætið þurrefnunum saman við og blandið vel en passið að ofblanda ekki.

7) Blandið döðlunum varlega saman við og hellið deiginu í formið.

8) Bakið í um 40 mínútur eða þar til brauðið er bakað í gegn. Látið kólna alveg.


Please follow and like us: