Heilhveitibollur
Brauð

Fljótlegar heilhveiti brauðbollur

Fljótlegar og góðar bollur. Ég fékk útúr þessu 17 meðalstórar bollur.

300 ml volgt vatn
1/3 bolli olía
1/4 bolli hunang
2 msk ger
1 tsk salt
1 egg, hrært
3 1/2 – 4 bollar heilhveiti

———————-

Setjið vatn, ger, olíu og hunang í skál og látið bíða í 15 mínútur.

Bætið salti, eggi og heilhveiti samanvið og blandið vel. Hér er þægilegt að eiga hrærivél með hnoðara til að flýta fyrir.

Mótið litlar bollur og raðið á bökunarplötu. Bakið við 210°C (410°F) í 10-12 mínútur í miðjum ofni, eða þar til þær verða ljósbrúnar.

Upplagt að bera fram með súpu, með smjöri eða pesto t.d.


Please follow and like us: