1 1/2 dl volgt vatn
2 tsk sykur
2 tsk þurrger
4 dl hveiti
1/2 tsk salt
2 msk brætt smjör
2 msk hreint jógúrt
Garam Masala (má sleppa)
salt (má sleppa)
———————————
Hrærið saman geri, vatni og sykri. Leggið viskastykki yfir skálina og látið standa í 10 mínútur.
Bætið hveiti, salti, smjöri og jógúrt saman við og hnoðið saman í deig. Leggið viskastykki yfir skálina og látið deigið hefast í 30 mínútur.
Skiptið deiginu í 4-6 hluta (eftir hversu stór þú vilt að brauðin verði) og sléttið út í aflöng brauð (það þarf ekkert kökukefli, hendurnar duga vel). Gott er að krydda brauðin með garam masala og salti áður en þau eru steikt.
Bræðið smjör á pönnu við miðlungshita og steikið brauðið í 3-4 mínútur áður en því er snúið við og steikt áfram í 2-3 mínútur.