Brauð

Brauðið sem þú verður að prófa

Þetta er eitt besta brauð sem ég hef prófað og það er alls ekki flókið að gera það. Það er hægt að bæta við fræjum, sólþurrkuðum tómötum, hvítlauk eða þurrkuðum berjum í það eftir smekk.

2 1/2 dl gróft spelt
2 1/2 dl fínt spelt
1 dl sesamfræ
1 dl sólblómafræ
1 dl kókosmjöl
1 dl saxaðar hnetur (t.d. valhnetur, pekanhnetur, kasjúhnetur…)
1 msk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk salt
2-3 msk hunang
2 – 2 1/2 dl sjóðandi vatn
1 msk sítrónusafi

—————

Hitið ofninn í 180°C. Blandið þurrefnunum saman í skál, bætið hunangi, vatni og sítrónusafa út í og hrærið saman.

Klæðið brauðform með smjörpappír og hellið deiginu í formið.  Bakið við 180°C í um 30 mínútur.

Takið brauðið úr forminu og haldið áfram að baka í 10 mínútur.


Please follow and like us: