Papadum
Ýmislegt

Papadum ídýfa

Þessa lærði ég að gera á indversku matreiðslunámskeiði hér í Montreal. Hún er sjúklega góð. Gott og fljótlegt ráð til að elda papadum er að setja þau í örbylgjuofn, eitt í einu. Prófið fyrst í 30 sekúndur en það gæti þurft allt að mínútu, eftir því hversu öflugan örbylgjuofn þið eruð með. Einnig er hægt að steikja papadum en þá verða þau náttúrulega óhollari og löðrandi í olíu. Papadum á Wikipedia.

2 græn thai chili (þessi eru lítil, á stærð við litla fingur)
6 msk hrein jógúrt, 3% er góð
2 hvítlauksgeirar
engifer, um 3x meira en af hvítlauknum
smá salt
smá cayanne pipar
ferskt kóreander eftir smekk (ég er sjúk í kóreander þannig að ég set mikið)

Öllu blandað saman í skál og papadum dýft í. Þið getið stillt sterkleikann með því að smakka til, bæta við meira chili eða cayanne ef þið viljið sterkara eða meira jógúrti ef þetta er orðið of sterkt. Að mínu mati er þetta best soldið sterkt þannig að þetta rífi aðeins í.


Please follow and like us: