Ýmislegt

Svartbaunasalsa

1 dós (14oz/400 gr) svartbaunir, sigtið og skolið
1 dós (14oz/400 gr) gular baunir, sigtið og skolið
6 vorlaukar, hvíti og græni hlutinn, smátt skorið
2 msk súrsað jalapeno, smátt skorið
1/4 bolli ferskt kóreander, smátt skorið
1 plómutómatur, fræhreinsaður og smátt skorinn
1 lítil gul eða rauð paprika, fræhreinsuð og smátt skorin
safi úr einu lime, eða meira eftir smekk
salt og pipar eftir smekk
1/2 tsk mulið cumin
2 msk ólífuolía

————————————-

Blandið öllu saman í stóra skál og geymið í ísskáp í hálftíma eða svo til að láta brögðin blandast saman. Berið fram t.d. með tortilla flögum sem forrétt eða sem meðlæti með uppáhalds mexíkóska réttinum þínum.


Please follow and like us: