Pizzan góða
Pizzur og pasta

Fljótleg og góð heilhveitipizza

Þessi er mjög góð og fljótleg. Úr þessu verður ein stór pizza eða tvær þunnar meðalstórar. Ég setti skinku, sveppi, lauk, ananas og papriku og dreifði smá oregano yfir ostinn í lokinn. Namm…

2 bollar heilhveiti
1 bréf (1 msk) quick-rise ger
3/4 tsk salt
1 bolli volgt vatn
1 msk ólífuolía
1 tsk hunang

——————————–

Setjið hveiti í stóra skál og bætið þarnæst geri og salti við. Blandið vel. Bætið við vatni, olíu og hunangi og hnoðið vel. Ég læt Kitchen aid um hnoðið. Hyljið skálina með rökum klút og setjið á hlýjan stað í 20 mínútur svo að deigið lyfti sér.

Fletjið deigið út (gott að hafa smá hveiti undir) og setjið sósu og álegg á eftir smekk. Bakið við 220°C (425°F) í 15-20 mínútur eða þar til botninn er orðinn gullinbrúnn og osturinn er bráðnaður.

Hér er góð uppskrift að sósu sem er upplagt að gera líka.


Please follow and like us: