Hollari sætindi

Hollar orkustangir

Það er sniðugt að gera svona um helgar til að eiga hollt snarl fyrir vikuna. Uppskriftin er úr bókinni Oh she glows sem ég mæli eindregið með. Þó það séu mörg innihaldsefni þá tekur ekki langan tíma að gera þetta, og það það þarf ekki að baka þær.

1 1/2 bolli glútenfríir hafrar
1 1/4 bolli rice crisp morgunkorn (ég myndi mæla með þannig úr heilsubúð frekar en e-u eins og Rice Krispies)
1/4 bolli hempfræ
1/4 bolli sólblómafræ
1/4 bolli ósætt kókosmjöl
2 msk sesamfræ
2 msk chia fræ
1/2 tsk kanill
1/4 tsk sjávarsalt
1/2 bolli + 1 msk brúnt hrísgrjónasýróp (ég fann það ekki í búðinni og notaði coconut palm sýróp í staðinn, málið er að nota eitthvað hollara en venjulegt sýróp allavega)
1/4 bolli hreint hnetu- eða möndlusmjör
1 tsk vanilluextrakt
1/4 bolli súkkulaðidropar, ef vill (ég sleppti þeim til að hafa þetta minna sætt og hollara)

———–

Setjið smjörpappír í brownies mót (22×22 cm sirka).

Setjið hafra, rice crisp morgunkorn, hempfræ, sólblómafræ, kókosmjöl, sesamfræ, chia fræ, kanil og salt í stór skál og hrærið vel saman.

Setjið hnetu- eða möndlusmjör og sýróp í lítinn pott og hitið á meðalháum eða háum hita þar til smjörið bráðnar og það er hægt að hræra því auðveldlega saman við sýrópið. Takið af hitanum og bætið við vanilludropunum og hrærið.

Hellið blöndunni úr pottinum í blönduna í stóru skálinni og blandið öllu mjög vel saman. Setjið í brownies formið og þjappið mjög vel saman, t.d. með því að setja smjörpappír ofaná og þjappa með höndunum.

Setjið í frysti í 30 mínútur til að þetta harðni og það sé hægt að skera þetta. Skerið í 12 bita.

Þetta á að geymast í ísskáp í 2 vikur eða í frysti í mánuð.


Please follow and like us: