Æðislega góð súpa sem er frábær til að hlýja sér á köldum haustkvöldum. Hún er glútenfrí, vegan og allskonar holl.
1 tsk ólífuolía
1 meðalstór laukur, smátt skorinn
3 hvítlauksgeirar, kramdir
1 rauð paprika, smátt skorin
1 jalapeno, fræhreinsað (ef vill) og smátt skorið (má sleppa ef þið viljið ekki sterkt)
1 meðalstór sæt kartafla, skræld og skorin í litla teninga
stór dós (um 800 ml) skornir tómatar með safa
nýmalaður pipar og salt
1/3 bolli hreint hnetusmjör
4 bollar (1 líter) grænmetissoð, meira eftir þörfum
1 1/2 tsk chili duft
1/4 tsk cayanne pipar (má sleppa ef þið viljið ekki sterkt)
1 dós (um 400 ml) kjúklingabaunir, sigtaðar og skolaðar
2 lúkur spínat
ferskur kóreander
ristaðar hnetur
———–
Hitið olíuna yfir meðalhita í stórum potti. Steikið laukinn og hvítlaukinn í 5 mínútur eða þar til laukurinn fer að mýkjast.
Bætið við paprikunni, jalapeno, sætri kartöflu og tómötunum. Hækkið hitann á meðalháan og látið malla í 5 mínútur. Kryddið með salti og pipar.
Hrærið saman hnetusmjöri og 1 bolla (250 ml) af grænmetissoði í stórri skál þar til engir kekkir eru eftir. Bætti þessu útí pottinn ásamt restinni af soðinu, chili dufti og cayanne pipar.
Setjið lokið á pottinn og lækkið hitann á meðal-lágan. Látið malla í 15-20 mínútur eða þar til sætu kartöflurnar eru orðnar mjúkar.
Bætið kjúklingabaununum útí ásamt spínati og eldið í nokkrar mínútur þar til spínatið er farið að skreppa saman. Smakkið til með salti og pipar.
Berið fram í súpuskálum og skreytið með fersku kóreander og ristuðum hnetum.