Videouppskrift á mbl.is: Dásamlegar heilsuvöfflur Ebbu
400 gr gróft spelt, fínt er líka í lagi EÐA 350 gr spelt og 50 gr kókoshveiti
2 tsk kardimommuduft
smá vanilluduft eða vanilludropar (má sleppa)
1 tsk sjávarsalt
2-3 egg
30-40 gr kaldpressuð kókosolía, ólífuolía eða brætt smjör
700 ml vökvi, t.d. 400 ml mjólk að eigin vali og 300 ml volgt vatn
————————————————————————–
Setjið speltið, kókoshveitið og kardimommuduftið í stóra skál og blandið létt saman með sleif.
Bætið saltinu og smjörinu/kókosolíunni út í.
Bætið eggjunum og mjólkinni út í og hrærið vel saman með sleif.
Bakið í vöfflujárninu.
Hægt er að bræða 70% súkkulaði með smá mjólk til að setja ofaná, eða bara sultu og rjóma eða hlynsýróp
Please follow and like us: