1 dós kókosmjólk (um 400 ml)
2 bananar (helst frosnir)
1/4 bolli ósætaðar kókosflögur
handfylli af skornum möndlum
kannill til skreytingar (má sleppa)
—————————–
Skerið möndlurnar gróflega niður.
Kveikið á ísvélinni og setjið strax kókosmjólkina, kælda ef hægt er. Bætið svo kókosflögunum við.
Til að frysta banana, skerið þá fyrst í lita bita og þræðið upp á tréspjót. Setjið í poka og frystið. Takið þá af spjótunum og stappið þá aðeins áður en þið setjið þá út í. Ef þið notið ófrosna banana stappið þá aðeins meira.
Setjið bananana út í og látið ísvélina ganga í um 15 mínútur. Eftir 15 mínútur ætti hann að vera farinn að harðna aðeins og þá er mátulegt að setja möndlurnar út í. Látið vélina ganga í 5 mínútur í viðbót.
Nú ætti ísinn að vera orðinn tilbúinn til að gæða sér á. Hægt er að dreifa smá kanil yfir áður en hann er borinn fram. Verði ykkur að góðu.