Hollari sætindi Kökur

Jarðarberja- og súkkulaði hrákaka

Botninn:
1 bolli möndlur (lagðar í bleyti í 1-2 tíma)
1 bolli pekanhentur (lagðar í bleyti í 1-2 tíma)
1 bolli döðlur (lagðar í bleyti í ca hálftíma)
1/2 bolli apríkósur
200 gr af dökku súkkulaði
1 msk raspaður appelsínubörkur (af lífrænni appelsínu)
1/2 tsk lífræn vanilla (duft)
Smá sjávarsalt

Aðferð:
1. Skolið möndlurnar og hneturnar vel með vatni og setjið í matvinnsluvél eða í blandara. Kurlið gróflega niður. Ef þið eigið hvorugt þá getið þið líka notað beittan hníf og saxað hneturnar niður.
2. Saxið döðlurnar, apríkósurnar og súkkulaðið gróflega niður. Setjið í matvinnsluvélina eða blandarann ásamt restinni af hráefninu. Blandið öllu gróflega saman.  Ef þið eigið ekki matvinnsluvél eða blandara þá getið þið blandað þessu öllu saman í skál. Athugið að þið þurfið þá kannski að saxa döðlurnar og apríkósurnar extra smátt niður svo að hráefnið loði allt betur saman.
3. Setjið blönduna í stórt hringlótt form. Þjappið blöndunni niður (t.d. með gaffli).
4. Setjið formið inn í frysti á meðan fyllingin er búin til.

Fyllingin:
1 bolli kasjúhnetur (lagðar í bleyti í 1-2 tíma)
3 bollar jarðarber
1/4 bolli hlynsíróp
1/4 bolli kókosolía, við stofuhita
1/4 bolli kókosmjólk
2 tsk lífræn vanilla (duft)
Smá sjávarsalt

Aðferð:
1. Skolið kasjúhneturnar með vatni og setjið í kröftugan blandara.
2. Setjið jarðarberin í blandarann.
3. Setjið restina af hráefninu í blandarann. Blandið öllu saman þar til blandan verður silkimjúk.
4. Takið formið úr frystinum. Hellið blöndunni yfir og setjið aftur inn í frysti.
5. Eftir tvær klukkustundir eða svo ætti kakan að vera orðin nægilega þétt í sér. Best er að geyma kökuna í frysti yfir nótt en þá þarf hún að fá að standa í smá stund á borðinu áður en hún er skorin.


Please follow and like us: