Með því að sameina hafra og bláber þá erum við komin með ofur-morgunmat. Hafrar innihalda leysanlegar trefjar sem lækka blóðsykurinn og bláber eru full af andoxunarefnum.
3/4 bollar + 2 msk heilhveiti
3/4 bollar hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
1 tsk kanill
1 bollar + 2 msk haframjöl
1 stórt egg
2 eggjahvítur
1/2 bolli hlynsýróp
3/4 bollar léttmjólk
1 msk sítrónusafi
3 msk grænnmetisolía
2 tsk rifinn appelsínubörkur
1 msk appelsínusafi
1 tsk vanilludropar
1 1/2 bolli bláber, skoluð og þerruð
————-
Hitið ofninn í 200°C (400°F). Finnið til 16 muffins form.
Setjið 1 msk af sítrónusafa í 3/4 bollamál og fyllið restina með mjólk. Látið standa í nokkrar mínútur.
Setjið heilhveiti, hveiti, lyftiduft, matarsóda, salt og kanil í stóra skál og hrærið saman með skeið. Bætið við 1 bolla af haframjöli og blandið.
Þeytið egg, eggjahvítur og hlýnsýróp. Bætið við mjólkinni, olíu, appelsínuberki og vanilludropum og þeytið þar til þetta blandast. Bætið þurrefnunum útí og blandið með gúmmísleif þar til þetta er rétt orðið blandað. Bætið við bláberjunum og blandið varlega. Setjið blönduna í formin og dreifið 2 msk af haframjöli (samtals) jafnt yfir allar múffurnar. Ég fékk útúr þessu 16 múffur.
Bakið þar til múffurnar þar til þær eru orðrnar ljósbrúnar og topparnir gefa aðeins eftir þegar þið þrýstið fingrinum létt á, eða 18-22 mínútur.
Næringarupplýsingar: 180 kaloríur, 5 gr prótein, 30 gr kolvetni, 3 gr trefjar, 5 gr samtals fita, 0 gr mettuð fita, 18 mg kólesteról, 190 mg sodium