Það tekur enga stund að gera þetta dásamlega kókosnammi og það er frábært að eiga í ísskápnum þegar manni langar í eitthvað sætt. Það er hægt að gera nokkrar útgáfur: hreint kókos, súkkulaði (með kakó) eða hreint kókos og hjúpa með súkkulaði.
1 bolli ósætt kókosmjöl
2 msk hlynsýróp
2 msk kókosolía (við stofuhita)
1/2 bolli möndlumjöl
1 tsk vanilludropar
1 msk kakó ef þið viljið gera súkkulaðiútgáfuna
——–
Setjið öll innihaldsefnin í matvinnsluvél. “Pulsið” nokkrum sinnum þar til allt blandast saman.
Rúllið litlar kúlur í höndunum, ca 1 tsk eða stærra ef þið viljið.
Geymið í loftþéttu íláti í ísskáp.
Please follow and like us: