Sjúklega gott hollustunammi
Hollari sætindi Önnur sætindi

Sjúklega gott hollustunammi

Uppskrift frá Pjattrófunum

Algjörlega himneskt nammi sem fær þig til að njóta augnabliksins. Ótrúlega fljótlegt að gera og hentar í hvað sem er. Frábært að eiga í kæli og geta gripið í einn og einn bita til að bjóða upp á með kaffinu.

1 bolli hnetusmjör
2/3 bolli hunang
1/2 bolli kókosolíu
2 bollar haframjöl
1 1/4 bollar 70% súkkulaði, skorið smátt
3/4 bolli þurrkuð trönuber

——————————–

Bræðið saman hnetusmjör, hunang og kókosolíu við vægan hita.
Takið pottinn af hellunni, bætið við höfrum, súkkulaði og trönuberjum.
Hrærið saman þar til súkkulaðið er bráðið.
Blandan er sett í stórt eldfast mót.
Sett í ísskáp og kælt þar til blandan hefur stífnað, um klukkustund.
Skerið í góða munnbita.

Það er líka dásamlega gott að setja þurrkuð goji ber í stað trönuberja. Þetta hollustunammi slær alltaf í gegn í hvaða félagsskap sem er.


Please follow and like us: