Kjúklingur í pekanhnetu raspi
Kjúklingur

Kjúklingur í pekanhnetu raspi

Þegar fín malað mjöl er minnkað eða tekið alveg úr mataræðinu tekur maður fljótlega eftir því að mjöl er alls staðar og þar með talið í raspi og stökkum hjúp („crust“) utan um fisk eða kjöt. Í þessari uppskrift er raspið eða „crustið“ búið til úr pekanhnetum. Frábær leið til að hjúpa kjúkling án þess að nota hveiti.

100 ml Dijon-sinnep (eða t.d. lífrænt sinnep)
2 msk. lífrænt hunang
100 gr pekanhnetur, muldar í matvinnsluvél
4 kjúklingabringur
½ tsk. sjávarsalt

——————————-

Hitið ofninn í 180°C.
Blandið saman sinnepi og hunangi.
Þerrið aðeins bringurnar og veltið hverri fyrir sig fyrst upp úr sinnepsblöndunni og svo hnetumulningnum.
Leggið í smurt, eldfast mót. Saltið og setjið inn í ofn.
Eldið í um 45 mínútur.
Með þessu er gott að bera fram t.d.sætar kartöflur og klettasalat með perum, eplum og furuhnetum.


Please follow and like us: