Pítupizza
Kjúklingur Pizzur og pasta

Pítupizza

Uppskrift fyrir tvo. Upplagt er að bæta sem mestu grænmeti sem ykkur dettur í hug á „pizzuna“.

stór kjúklingabringa, krydduð eftir smekk
tvö þunn heilhveiti pítubrauð
salsasósa
sýrður rjómi
rifinn ostur
kál

————————-

Bakið kjúklingabringuna við 215°C (425°F) í 30 mínútur. Skerið hana svo í munnstóra bita.

Setjið þunnt lag af salsasósunni á pítubrauðin og setjið kjúklinginn og smá rifinn ost yfir. Bakið í um 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og brauðin eru orðin pínu stökk. Skreytið með nokkrum slettum af sýrðum rjóma og káli/grænmeti eftir smekk.


Please follow and like us: